29.05.2014 21:31
Firmakeppni Léttis
Sælir kæru lesendur.
Ákváðum að viðra menn og hesta í dag og skelltum okkur á firmakeppni Léttis.


















Blíðviðri og gleði í brekkunni. Elmar Freyr, litli gleðigjafinn hennar Ásdísar skemmti sér konunglega neð þessar blómarósir í kring um sig.
Ásdís Helga okkar var með Emílíönu frá Litla-Garði og landaði öðru sætinu í kvennaflokk.
Flottar stöllur.
Jóhanna nýja tamningarkonan okkar fór með Glymru frá Litla-Garði og varð fjórða í kvennaflokk.
þær eru báðar nýútskrifaðar frá Hólaskóla :)
Biggi ákvað að sýna Gangster völlinn og gekk þeim félögum með ágætum og hlutu fyrsta sæti í karlaflokk.
Hér kemur myndasyrpa af þeim félögum.
Gangster á fullu gasi.
Feikna stuð á þeim félögum.
Svifið í lagi.
Gangster á hægu tölti.
Sáttir með hvorn annan :)
Sáttir feðgar með gullmolann sinn:)
Bestu kveðjur úr Djúpadalnum.
Skrifað af Herdís
Flettingar í dag: 4224
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 3801
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1764694
Samtals gestir: 92942
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 07:12:31