22.03.2014 21:31

Snjóríki

Já kæru lesendur, þetta blessaða veður hefur svo sannarlega ekki farið framhjá neinum. Þetta hefur nú loksins gengið yfir en annar eins snjór hefur aldrei sést í Litla-Garði síðan í "gamla daga".. þökk sé norðvestan áttinni og fallega skjólbeltinu okkar. 
Það var ævintýri líkast að ríða út í dag og komumst við ekki hjá því að smella nokkrum myndum af færðinni.
Látum myndirnar tala sínu máli. Enjoy. 





Hér má sjá skaflinn á veginum í dag, æskilegra var að keyra utanvegur.


Hér er Stína á Jarli frá Árgerði en þau eru á veginum, á meðan Birgir stendur með Gangster uppi á skaflinum 

Stína og Jarl frá Árgerði við skaflinn


Endum þetta á einni mynd af þeim vinum, Sindra og Skunda :)
Flettingar í dag: 373
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2968
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 2545840
Samtals gestir: 101901
Tölur uppfærðar: 3.11.2025 05:39:09