10.10.2013 16:57

Stóðréttir ...

Nú nálgast ein stærsta helgi hestamennskunnar hér á Eyjafjarðarsvæðinu, stóðréttir á Melgerðismelum. Mikið er af hrossum frá þekktum hrossaræktunarbúum sem snúa til byggða þessa helgi og eru dregin í dilka kl.13 næsta laugardag. Við á hrossaræktunarbúunum Litla-Garði og Árgerði viljum vekja athygli á að hjá okkur eru þónokkur unghross allt frá folöldum upp í 3ja vetra til sölu flest undan sýndum merum og 1.v stóðhestum. Erum með nokkur til sölu undan Gangster frá Árgerði en einnig undan Blæ frá Torfunesi, Kapli frá Kommu og Kolskeggi frá Kjarnholtum ef dæmi eru tekin. Endilega lítið við í dilkunum okkar á réttinni og sjáið dýrðina með eigin augum, jafnvel rekið þið augun í spennandi tryppi á góðu verði.

 

Meðfylgjandi mynd er af Farsæl frá Litla-Garði, 4.v undan Gangster frá ÁrgerðiFlettingar í dag: 346
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 723
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2189344
Samtals gestir: 259122
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 21:13:03