08.04.2013 12:51

Mirra frá Litla-Garði


Næst í röðinni er Mirra frá Litla-Garði. 

Mirra er ein af efnilegri hryssunum í húsinu og er sú fjórða í röðinni hjá okkur undan honum Glym frá Árgerði. Mirra er á fimmta vetur og móðir hennar er 1.v hryssan Vænting frá Ási

Mirra átti slysafang þegar hún var á þriðja vetur http://www.litli-gardur.is/blog/2011/04/27/519542/ og var það ljómandi foli. 

Mirra er nú á fimmta vetur og blómstar sem aldrei fyrr. Fluggeng og gullfalleg hryssa sem stefnt er með í dóm í ár og á hún að verða ræktunarhryssa hérna hjá okkur. Virkilega næm og sjálfgerð að flestu leyti. Nákvæmlega það sem maður vill hafa í kynbótahryssu.

Hérna er nokkrar myndir af henni eins og hún er núna í byrjun apríl 2013 :)









Það verður vægast sagt spennandi að fylgjast með þessari þróast áfram.

Hér má sjá aðeins fleiri myndir af Mirrunni minni eins og Biggi orðar það.
Flettingar í dag: 7604
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 3801
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1768074
Samtals gestir: 92951
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:03:22