05.04.2013 12:41
Emilíana frá Litla-Garði

Við komum með myndir af tveim þeirra hérna í fyrradag og hér er sú þriðja.
Emilíana frá Litla-Garði er á sjöunda vetur, klárhryssa undan Snældu-Blesadótturinni Elvu frá Árgerði. Er hún þá sammæðra mörgum góðum gæðingum, keppnishrossum í fremstu röð og 1.verðlauna kynbótahrossum. Emilíana er mjög falleg hryssa sem býr yfir mörgum verulega skemmtilegum kostum og er stefnt með hana í dóm í vor. Er hún síðasta afkvæmi Elvu eftir í okkar eigu og á að taka við af henni sem ræktunarhryssa hjá okkur.



Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 7604
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 3801
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1768074
Samtals gestir: 92951
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:03:22