03.04.2013 20:06
Systur undan Glym frá Árgerði
Jæja, þá er þessu myndavélahallæri hjá okkur að ljúka! Tókum myndir í dag af flottum, efnilegum hrossum sem eiga framtíðina fyrir sér :)







Viljum byrja á að minnast eins albesta hests sem við höfum ræktað, Glym frá Árgerði en hann féll frá langt fyrir aldur fram í haust, aðeins 11 vetra að aldri. Eyddi hann síðustu árunum sínum í Danmörku.
Byrjum á systrunum undan Glym frá Árgerði en við erum með einar fimm verulega álitlegar hryssur undan honum í húsinu á aldursbilinu 5-7 vetra.
Byrjum á Sóldögg frá Litla-Garði en hún er á sjötta vetri og í eigu Kára Fanndal Reykjavík. Móðir hennar er Snerpa frá Árgerði (m. Kveikja frá Árgerði f. Víkingur frá Voðmúlastöðum).



Næst er Gloppa frá Litla-Garði en hún er líka á sjötta vetri og undan Toppu frá Egilsstaðabæ, dóttur Topps frá Eyjólfsstöðum.



Skrifað af asdishelga
Flettingar í dag: 7604
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 3801
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1768074
Samtals gestir: 92951
Tölur uppfærðar: 3.5.2025 09:03:22