24.08.2009 10:34
Ótitlað
Biggi fór með þrjár hryssur á Síðsumarsýninguna á Akureyri í síðustu viku. Veðrið var ekki með besta móti og völlurinn frekar þungur eftir allar þessar rigningar. Gekk það allt eins og búast mátti við og fóru þær í ágætisdóm.
 
 5v hryssan Elding frá Litla-Garði undan Svip frá Uppsölum og Elvu fór Árgerði var sýnd nú í fyrsta sinn og kom það ágætlega út.
|   Sköpulag 
  |    Kostir 
  |  
|   Aðaleinkunn  |    7.7  |  
 Hér er dómurinn af henni. 
 
 Einnig fór Biggi með 5v hryssuna Glettingu frá Árgerði í fyrsta sinn í dóm. Hún er undan Tristan frá Árgerði og Glæðu frá Árgerði. Rosalega efnileg hryssa sem gaman verður að vinna með í vetur.
|   Sköpulag 
  |    Kostir 
  |  
|   Aðaleinkunn  |    7.81  |  
 Og að lokum sýndi hann klárhryssuna Klófífu frá Gillastöðum, sem var einnig að fara í sinn fyrsta dóm. Klófífa er undan Hreim frá Reykjavík og Þóru frá Gillastöðum.
 
|   Sköpulag 
  |    Kostir 
  |  
|   Aðaleinkunn  |    7.92  |  
 Já svona fór þetta og eigendurnir voru sáttir með sínar hryssur sem er mjög gott.
 
 Svo fer ég að skella inn fréttum frá Stórmótinu sem var á Melgerðismelum um helgina.
Kveðjur úr Litla-Garði og Árgerði
+