Geldingar

Geldingar sem verða í minnum hafðir.



Í gegnum tíðina kynnast allir hestamenn hrossum sem þeir aldrei gleyma. Oftar en ekki eru þetta geldingar þar sem þeir eru yfirleitt notaðir meira og lengur til brúks og keppni en hryssur og stóðhestar. Þar sem hrossarækt í Árgerði hefur verið stunduð síðan um 1960 eru þeir ófáir sem hafa skilið eftir spor í hjarta heimilisfólksins og verður þessi síða þeim til heiðurs :) Þeir verða ekki í neinni sérstakri aldursröð, hvort sem þeir eru lifandi nú eða féllu fyrir tugum ára.

Árvakur frá Árgerði

Árvakur frá Árgerði 2.v

Árvakur var háættaður foli, fyrsta afkvæmi móður sinnar Bliku frá Árgerði. Blika hlaut sinn hæsta dóm ´87, 8.87 fyrir hæfileika og vakti mikla athygli. Otur frá Sauðárkróki var þarna að slá í gegn og var Blika því leidd undir hann. Útkoman var Árvakur. Lesið HÉR meira um þennan fallna gæðing!

Kolbakur frá Árgerði


Kolbakur var fæddur árið 1973 og var undan Penna frá Árgerði og Hvöt frá sama bæ. Kolbakur var úrvals klárhestur með góðan kynbótadóm. Lesið HÉR meira um Kolbak frá Árgerði.

Molli frá Árgerði


Molli var einstakur hestur sem á stóran sess í hjarta allra hér. Frábær saga af 6 ára telpuhnátu sem skottaðist út í hólf með spotta í vasanum, "söðlaði" Molla, veturgamlan og prílaði á bak. Og þar með var Molli taminn hestur. Lesið HÉR um þennan einstaka gæðing.


Kolbeinn frá Árgerði


Kolbeinn


Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 124
Flettingar í gær: 1780
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 813360
Samtals gestir: 53640
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 17:56:04