Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 21:41

Glæsiunghryssur

Jæja góða kvöldið

Það var tekið þátt í folaldasýningu nú um helgina en það þykir fréttnæmt hér á þessum bænum en það er yfirleitt ekki haft fyrir því að taka þátt í þeim hingað til en þetta árið var ákveðið að mæta með tvær hryssur sem okkur þykir flottar. Það voru þær:

Sprengja frá Árgerði undan Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði


Fjöður frá Litla-Garði undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Væntingu frá Ási


Þær gerðu sér lítð fyrir þessar og urðu efstar. Sprengja nr. 1 og Fjöður nr. 2

Einnig átti Tristan frá Árgerði hryssur sem endaði í 4.sæti í hryssuflokki og Jarl frá Árgerði átti fola sem endaði í 4.sæti í hestaflokki.

Gaman af þessu :)

21.01.2012 11:16

Snældu-Blesi frá Árgerði

Skemmtileg upprifjun á fallegri sögu er nú á forsíðu eidfaxi.is ...

Sagan er af Snældu-Blesa frá Árgerði, hann var fyrsta afkvæmi heiðursverðlaunahryssunnar og augasteins Magna, Snældu frá Árgerði og svo undan Hrafni frá Holtsmúla.


Þessi mynd er mjög lýsandi fyrir þennan atburð sem gerðist 1984 en Magni með hjálp góðra manna hjúkraði Snældu-Blesa til "heilsu" eftir slæmt fótbrot og náði hann að sinna skyldum sínum sem stóðhestur og lifa góðu lífi í dekri í rúmlega 15 ár eftir slysið þrátt fyrir staurfót.

Sagan er sögð á síðu eiðfaxa en planið er að setjast niður með Magna og rína í bækur sem hafa verið birtar um þennan atburð og setja þessa lífsreynslu hans hingað á síðuna með myndum úr einkasafni.

Hér má sjá þessa frétt:
http://eidfaxi.is/frettir/2012/01/af-snaeldu-blesa

17.01.2012 19:34

Hver veldur sem á heldur ...

Jæja gott og blessað kvöldið kæru lesendur.

Allt er komið á fullt hjá okkur og eru um 40 hross á járnum hjá okkur. Þau eru á öllum aldri og á öllum tamningarstigum einnig. Við erum með mjög skemmtilega fjölbreyttan hóp á húsi undan alls konar stóðhestum nú í janúar, T.d

Orri frá Þúfu - 2, Nagli frá Þúfu, Hágangur frá Narfastöðum - 3, Tígull frá Gýgjarhóli - 2, Smári frá Skagaströnd - 2, Kjarni frá Árgerði - 3, Andvari frá Ey, Goði frá Þóroddsstöðum - 2, Tristan frá Árgerði - 5, Gammur frá Steinnesi, Kormákur frá Flugumýri, Þristur frá Feti, Döggvi frá Ytri-Bægisá - 2, Kostur frá Skagaströnd, Glymur frá Árgerði - 5, Glettingur frá Steinnesi, Keilir frá Miðsitju, Gígjar frá Auðsholtshjáleigu - 2, Svipur frá Uppsölum, Blær frá Torfunesi

Hulda Lilý er með skemmtileg tryppi í verknáminu undan m.a Tristan, Glym og Kjarna frá Árgerði og Blæ frá Torfunesi, fjórar hryssur og einn gelding.

Vonandi fer nú myndavélin á loft fljótlega og við sýnum eitthvað af þessum gripum hér :)

Hér er ein gömul allavega:


Rekstarmynd frá því í fyrravetur en við rekum hrossum c.a einu sinni í viku.

09.01.2012 23:58

Snarvitlaust veður !


Glymra frá Litla-Garði veturgömul sumarið 2009

Nú geysar stórhríð hérna í Eyjafirðinum og reyndar um allt land. Ekki hundi, manni né hrossi út sigandi, og reyndar ófært út í gerðin meira segja. Þau fá því að skreppa inn í hlöðu og teygja aðeins úr sér. Ísland minnir alltaf á sig og er þetta svo að segja fyrsta skotið þennan veturinn. Þá er gott að hugsa til hlýrri daga og sú sem opnar fyrir okkur fréttina en yndið litla Glymra frá Litla-Garði en hún er nú á fjórða vetur og verður í frumtamningarnáminu hjá Huldu Lilý. Hún virkar mjög spennandi á okkur það litla sem hefur verið átt við hana. Hún er undan Glym frá Árgerði og Sónötu frá Litla-Hóli.

Úti sést ekki nema nokkra metra út fyrir og virðist veðrið alltaf gefa meira í þannig að best er að grafa upp aðeins fleiri hlýlegar og grænar myndir :)


Myrra frá Litla-Garði veturgömul.

Þetta er svo önnur undan Glym frá Árgerði og heitir hún Myrra frá Árgerði. Þessi er líka að fara á fjórða og er önnur þeirra sem áttu slysafang síðastliðið vor. Þessi er verulega spennandi, stór og háfætt og virkilega framfalleg. Einnig eru hreyfingarnar ekkert til að kvarta yfir, stórstígt og flott brokk og með smá ábendingu "sest hún á rassgatið" og fléttar sig upp í tölt. Varla hægt að biðja um meira, hún hefur reyndar verið smá óhappapési þessi og krossleggjum við fingur um að hægt sé að halda áfram með hana í vetur.


Þessi er reyndar ekki hlýleg en lofa að þetta verður eina vetrarmyndin ;)
Þetta er hún Litla-Jörp frá Árgerði 4.vetra á þessari mynd

Hún Litla-Jörp er fyrsta afkvæmi hinnar frábæru Snældu frá Árgerði yngri og Goða frá Þóroddsstöðum. Þessi hryssa var tamin á fjórða vetur og gekk það glimrandi vel framan af vetri. En í mars eða svo fór hún að heltast og fékk pásu en lagaðist þó ekkert og í ljós kom kvíslbandsbólga. Fyrirskipað var a.m.k ársfrí og var henni haldið þá um sumarið en aðeins um 50% líkur var okkur gefnar á að henni yrði riðið aftur. Nú síðastliðið sumar fæddist svo brún hryssa, Náttrún frá Árgerði. Svo er Litla-Jörp komin á hús aftur í tilraun 2, óhölt enn sem komið er og krossleggjum við aftur fingurna.


Ahh, vorleikur ... Soon, soon my friends!


Þessi er tekin á FM á Melgerðismelum Nítjánhundruðáttatíu og eitthvað :) Ræktunarbússýning frá Árgerði.


Biggi ungur og spengilegur


Og Herdís, ung og ennþá spengilegri en Biggi ;) allavega með sigurbikar !! Situr hér gæðinginn Kolbein frá Árgerði.

08.01.2012 17:54

A whole new year

Gleðilegt árið og kærar þakkir fyrir allt liðið kæru lesendur :)

Hátíðirnar voru yndislegar eins og venjulega og allt of mikið étið. En nú tekur alvaran við og er allt orðið smekkfullt af hrossum hér í Litla-Garði. Hulda Lilý Sigurðardóttir verður hjá okkur í verknámi frá Hólum í vetur


Hulda Lilý á Slæðu sinni (mynd fengið að láni á fb síðu Huldu)

Úttektin hjá Huldu er á morgun, mánudag og fær hún skemmtileg tryppi í verkefnið.
Myndavélin verður á lofti og verður tryppunum gerð skil fljótlega hér :)

Með kveðju úr sveitinni
  • 1
Flettingar í dag: 641
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 794178
Samtals gestir: 52743
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:10:17