13.09.2016 14:49
Brúðkaup í Litla-Garði
Sumarið hefur farið vel með okkur hér í Litla-Garði, mikið búið að vera að gera í tamningum og höfðum við góða aðstoð við það.
Heyskapur gekk hratt og vel og nóg til af heyi hér sem víða annars staðar.
Sá óvenjulegi og ánægjulegi atburður átti sér stað hér í sumar að haldið var brúðkaupsveisla í reiðskemmunni. Hafþór elsti sonur okkar sem búsettur er í Garðabæ, kom með litlu fjölskylduna sína að sunnan og síðan var hafist handa við undirbúning.
Mikið verk var fyrir hendi eftir landsmót, að pússa, þrífa, mála og undirbúa, því eins og gefur að skilja, tekur það smá tíma að breyta reiðskemmu í veitingasal.
Nanna og Heiður að hreinsa loftið, Hafþór á fjórhjólinu að jafna gólfið.
Máluð voru skilti, tjaldsvæði undirbúið, bílastæði græjuð, kamrar leigðir, borðbúnaður, kælar og fleira í þeim dúr.
Barinn orðinn klár fyrir herlegheitin!
Margar hendur unnu létt verk og fyrr en varði var búið að umbylta reiðskemmunni í fínasta veitingarsal.
Myndir. Daníel Starrason.
Skundi lætur fara vel um sig og var fljótur að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Fékk hann að vera með allt kvöldið, og tók að sér það hlutverk að vera með á myndum veislugesta.
Hafþór Magni og Heiður Gefn létu séra Hannes pússa sig saman í Grundarkirkju 16 júlí 2016.
Axel vinur þeirra sá síðan um að aka nýgiftu hjónunum í myndatöku og til veislu.
Magni Rafn og Viktoría Röfn.
Falleg og yndisleg hjón.
Hér má sjá stórfjölskyldu Hafþórs og Heiðar. Skundi að sjálfsögðu með :)
Við gömlu með hópinn okkar :)
Allir gestir í brúðkaupinu voru myndaðir með fyrirsætuhænunni henni Vöfflu og hundurinn Skundi var með á flestum myndunum.
Gestir voru mishrifnir á að hafa Vöfflu með á myndinni :) Ásdís Helga frænka.
Fyrirsætuhænan hans Sindra Snæs.
Veislusalurinn í allri sinni dýrð.
Háborðið.
Veislustjórarnir Nanna Lind og Eir.
Viktoría og Magni á dansgólfinu.
Litli bóndinn.
Dísa í Argerði og Ásdís Helga.
Veitingar voru ekki af verri endanum. Konurnar frá Dalvík með Möttu í fararbroddi áttu lof skilið fyrir frábæran mat, en að fordykk og forrétt loknum var boðið upp á lambalæri frá Litla-Garði og kalkún með frábæru meðlæti.
Að lokum var boðið upp á nýmóðins hjónabandsælu frá Dagný og Bjarna.
Fullkomin hjónabandssæla :)
Síðan var dansað fram á rauða nótt við undirleik Hafliða og félaga. Mælum hiklaust með þessu frábæra bandi.
Okkur langar fyrir hönd brúðhjónanna að þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við undirbúning. Sérstakar þakkir fá Nanna Stefáns fyrir fallegar og frumlegar blómaskreytingar, Bjarni og Dagný fyrir dásamlegu hjónabandssæluna og mikla vinnu við undirbúning.Sólmundur, Inga og dætur fyrir að vera með okkur og hjálpa okkur við allt mögulegt. Axel fyrir sérlega vandaðan akstur með brúðhjónin, Binni fyrir gríðarlega vinnu við myndatöku gesta, veislustjórunum Nönnu og Eir fyrir sitt góða og göfuga framlag, ásamt öllum þeim sem að lögðu hönd á plóg.
Sæl að sinni.
Skrifað af herdisarmanns
Flettingar í dag: 454
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4813
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 1175685
Samtals gestir: 77522
Tölur uppfærðar: 11.10.2024 10:17:04